Fara í efni  

Umhverfisviðurkenningar 2004

Skipulags- og umhverfisnefnd Akraness auglýsti eftir tilnefningum um fallegar og snyrtilegar lóðir við einbýlis- og fjölbýlishús og fyrirtæki og stofnanir. Nokkrar tilnefningar bárust, allar mjög frambærilegar og valið því allt annað en auðvelt. Skipulags- og umhverfisnefnd vill þakka þeim aðilum sem hljóta viðurkenningar fyrir þeirra framlag í að gera Akranes að enn fallegri og snyrtilegri bæ. 

Þeir sem hljóta umhverfisviðurkenningar árið 2004 eru:


Jörundarholt 117


Einar Guðleifsson


Sigrún Rafnsdóttir


Lóðin við Jörundarholt 117 er mjög snyrtileg og falleg, vel skipulögð og útfærð. Mikið úrval trjáa og runnategunda og fallegur hraunhóll með íslenskum plöntum er í bakgarðinum. Tjörn, gosbrunnur og lítill matjurtagarður prýða einnig lóðina. Eigendurnir hafa skipulagt hana og unnið sjálf og ber afraksturinn þeim góðan vitnisburð.


 


Lerkigrund 2-4-6


Húsfélagið Lerkigrund 2-4-6Lóðin við blokkina Lerkigrund 2-4-6 er gott dæmi um hvernig hægt er að gera blokkarlóðir fallegar og snyrtilegar ef áhugi er fyrir hendi. Greinilegt er að íbúar hafa um langt árabil ræktað garðinn sinn. Bílastæði eru frágengin og við innkeyrsluna eru fallegt malarsvæði með loðvíði og sumarblómum í pottum. Gróskumiklar asparraðir eru við lóðarmörk og þétt og limgerði. Gróður myndar fallega umgjörð um snyrtilegt húsið.


 


 


 


Stekkjarholt 10


Bónusvideó


Magnús Ingólfsson


Frágangur á lóð Bónusvideó á horni Stekkjarholts og Kirkjubrautar er til sérstakrar fyrirmyndar. Aðkoman að versluninni er góður, og sá hluti lóðarinnar sem snýr að Kirkjubraut, aðalgötu bæjarins, virkar sem almenningsgarður undir japönskum áhrifum. Lág skjólgirðing skilur að garð og götu en hellulagður stígur liggur skáhalt í gegnum hana og við hann er bekkur, ljósker og ruslafata. Fátítt er að rekstraraðilar leggi svo mikinn metnað í að gera lóð sína svo aðgengilega og smekklega fyrir vegfarendur.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00