Fara í efni  

Umferðarþema í leikskólanum Garðaseli

Í síðustu viku var umferðarþema í leikskólanum Garðaseli þar sem áhersla var lögð á endurskinsmerki, gangbrautir, bílbelti og hjálma. Börnin fóru í vettvangsferðir til að æfa umferðarreglurnar ásamt því að vinna með  þessa mikilvægu þætti í leikskólanum. Þau gerðu kannanir á notkun bílbelta og endurskinsmerkja, sungu og unnu myndlistarverk ásamt því að hlusta á sögur. Pétur Jóhannesson, lögregluþjónn, kom í heimsókn og ræddi við börnin. Landsbanki Íslands færði öllum börnunum vegleg endurskinsmerki að gjöf með góðum óskum um öryggi í umferðinni.  

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00