Fara í efni  

Troðfullt á frumsýningu.

Í gærkveldi, 22. mars, var frumsýnd í Bíóhöllinni stórmyndin "Prógram - allt að gerast".  Bíóhöllin var þétt setin á frumsýningunni og skemmtu gestir sér konunglega og brutust út mikil fagnaðarlæti að henni lokinni.  Krakkarnir ásamt foreldrum buðu gestum síðan upp á kaffiveitingar í sal Grundaskóla. 

 Það eru nemendur 8. bekkjar Grundaskóla sem standa að gerð myndarinnar ásamt foreldrum og kennurum.  Undirbúningi myndarinnar var þannig háttað að nemendurnir tóku þátt í smásagnakeppi í íslensku og var besta sagan valin til að vera uppistaðan í myndinni.  Síðan tók við leiklist og tónlist og sáu krakkarnir að mestu um gerð tónlistarinnar.  Myndin var tekin á rúmri viku og er lengd hennar um 50 mínútur.  


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00