Fara í efni  

Trésmiðja Þráins með lægsta boð

Í gær voru opnuð tilboð í stækkun leikskólans Vallarsels; uppsteypu og ytri frágang. Um er að ræða 380 fermetra byggingu auk listaskála 89 fm. og millibyggingar 31 fm. Heildarrúmmál bygginganna er 1616 rúmmetrar. Við þessa breytingu stækkar leikskólinn úr þremur deildum í sex.  Áætlað er að verklok verði í lok október 2003. Eftir að tilboðsgögn höfðu verið yfirfarin reyndist lægsta tilboðið vera frá Trésmiðju Þráins Gíslasonar kr. 50.345.600.

Innréttingar og innri frágangur við nýbygginguna verða boðnar út nú síðsumars. Nýbyggingin ásamt sökklum verður byggð úr forsteyptum einingum.  Breytingar á eldra húsnæði leikskólans samfara stækkun verða framkvæmdar nú í sumar og verða tilboð í þann hluta opnuð 24. júní n.k.


Tilboð í stækkun:


Trésmiðja Þráins Gíslasonar: 50.345.600


Trésmiðjan Kjölur ehf. 51.000.000


Trésmiðjan Akur ehf. 58.756.000


Loftorka Borgarnesi ehf. 60.569.000


Loftorka Borganesi ehf. (frávikstilb.) 54.569.000 


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00