Fara í efni  

Tónleikar Þjóðlagasveitarinnar endurteknir

Enn er vakin sérstök athygli bæjarbúa á tónleikum Þjóðlagasveitar Tónlistarskólans á Akranesi, en vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að endurtaka tónleika sveitarinnar frá 13. apríl sl.  Tónleikarnir verða föstudaginn 3. maí nk. og hefst dagskrá kl. 20:00. Stjórnandi er S.Ragnar Skúlason og undirleikari er Helga Kvam.


Tónleikarnir hafa sérstakt þema sem er frá morgni til kvölds. Þjóðlagasveitin er skipuð átta fiðlunemendum sem bæði spila á fiðlur og syngja. Skagamenn eru sérstaklega hvattir til að koma á þessa tónleika og upplifa hvað ungt tónlistarfólk á Skaganum er að vinna skemmtilega hluti. Aðgangseyrir er kr. 600.- sem rennur í ferðasjóð sveitarinnar. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00