Fara í efni  

Tilnefningar til menningarverðlauna Akraneskaupstaðar 2019

Menningarhátíðin Vökudagar verður haldin hátíðlega dagana 24. október til 3. nóvember næstkomandi, en órjúfanlegur hluti hátíðarinnar er afhending menningarverðlauna Akraneskaupstaðar. Búið er að opna fyrir tilnefningar og hægt er að tilnefna til 13. október. Tilnefningar eru með breyttu sniði þetta árið þar sem tilnefningar eru sendar inn í gegnum Íbúagátt Akraness. Við hvetjum bæjarbúa til að taka þátt í tilnefningu til menningarverðlaunanna og hafa þar með áhrif á valið.

HÉR ER HÆGT AÐ SENDA INN TILNEFNINGU

Ásmundur Ólafsson hlaut menningarverðlaun Akraneskaupstaðar árið 2018. Ásmundur hefur um langt skeið lagt stund á greinaskrif um merka atburði og framfaramál í sögu Akraness og birt m.a. í útvarpi, tímaritum og blöðum. Árið 2016 var gefin út bókin Á Akranesi: Þættir um sögu og mannlíf með úrvali úr greinarsafni hans um þar sem í forgrunni er atvinnusaga og mannlíf á Akranesi á tuttugustu öld. Þá hefur hann einnig grúskað í ættfræði og samið niðjatöl. Umfjöllun hans um áfanga í tæknivæðingu landbúnaðar og útgerðar er ómetanlegt framlag í skráningu á sögu Akraness og þar ber sérstaklega að geta samantekt hans um frumkvöðla og annað drífandi fólk af öllum stigum sem sett hefur mark sitt á bæinn.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00