Fara í efni  

Tillaga um skipulag Akratorgs og nágrennis

Á fundi bæjarráðs Akraness 23. sept. sl. var m.a. samþykkt eftirfarandi tillaga um skipulag Akratorgs og nágrennis:


?Bæjarráð fagnar því að framkvæmdir á svæðinu norðan Stillholts séu farnar af stað.  Þær framkvæmdir hafa það í för með sér ákveðnar tekjur sveitarsjóðs sem áformað hefur verið að nýta að hluta til við uppbyggingu í eldri hluta bæjarins.  Á síðustu mánuðum hefur verið varið verulegum fjárhæðum í uppkaup eigna til að skapa rými fyrir nýjar byggingar m.a. við Kirkjubraut og í samkomulagi meirihlutaflokkanna, Samfylkingar og Framsóknarflokks er gert ráð fyrir endurreisn gamla miðbæjarins í samvinnu við þá sem þar búa og reka fyrirtæki. 

Á grundvelli þessa samþykkir bæjarráð að fela skipulags- og umhverfisnefnd að leggja fyrir bæjarráð tillögu ásamt kostnaðarmati um samkeppni um framtíðar skipulag fyrir Akratorg og næsta nágrenni.  Tillagan liggi fyrir við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2005.? 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00