Fara í efni  

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfis

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi 11. febrúar 2014 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Skógarhverfis, vegna lóðanna Viðjuskógar 8-14 og 16-18, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Breytingin felst í að heimilt verði að byggja húsin á einni hæð og að ekki verði gerð krafa um að í húsunum verði bílageymsla. Nýtingarhlutfall lóðanna verður óbreytt. Tillagan liggur frammi í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18, frá og með fimmtudeginum 20. febrúar n.k. til og með 8. apríl 2014 og á heimasíðu Akraneskaupstaðar.

 

Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18 eða á netfangið akranes@akranes.is í síðasta lagi 8. apríl 2014.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00