Fara í efni  

Tilkynning frá stjórn Minningarsjóðs um Jón Gunnlaugsson og Guðlaugu Gunnlaugsdóttur


Stjórn sjóðsins ásamt styrkþegunum
Í desember árið 1971 stofnuðu börn hjónanna Jóns Gunnlaugssonar og Guðlaugar Gunnlaugsdóttur að Bræðraparti sjóð í minningu foreldra sinna.  Eign sjóðsins er landið Bræðrapartur á Akranesi og renna lóðarleigutekjur af landinu í sjóðinn.  Í stjórn sjóðsins nú eru þrír afkomenda þeirra hjóna þau Gunnar Ólafsson, Elín Sigrún Jónsdóttir og Guðlaug Ólafsdóttir og tveir fulltrúar bæjarstjórnar þeir Guðmundur Páll Jónsson, forseti bæjarstjórnar og Gísli Gíslason, bæjarstjóri. 


 

Hlutverk sjóðsins er að styrkja ungt fólk til náms í sambandi við sjávarútveg og vinnslu sjávarafurða, svo sem nám til skipstjórnar, vélstjórnar, verkstjórnar og fiskiðnaðar.  Ennfremur er heimilt að verja hluta af tekjum sjóðsins til slysavarna.  Sjóðnum hefur nú vaxið nokkuð fiskur um hrygg og er það mat stjórnar sjóðsins að hann geti nú sinnt hlutverki sínu með úthlutun styrkja.  Árið 1999 úthlutaði sjóðurinn fyrsta styrknum til Þórarins Ólafssonar, þá nemanda í sjávarútvegsfræðum á Akureyri og nú hefur verið ákveðið að veita að nýju styrk úr sjóðnum.


 


Stjórn Minningasjóðs Jóns Gunnlaugssonar og Guðlaugar Gunnlaugsdóttur hefur nú samþykkt að veita tveimur aðilum styrk:


 


Ólafi Ólafssyni, Akranesi, styrk að fjárhæð kr. 250.000, en Ólafur stundar nám í sjávarútvegsfræðum á Akureyri.


 


Björgunarfélagi Akraness styrk að fjárhæð kr. 1.000.000 til kaupa á búnaði fyrir félagið.


 


Stjórn Minningarsjóðs Jóns Gunnlaugssonar og Guðlaugar Gunnlaugsdóttur vonar að framangreindar styrkveitingar komi styrkþegum vel og óskar þeim farsældar á komandi tíð.


 


 


Akranesi 24. ágúst 2004.


 


Elín Sigrún Jónsdóttir                       


Gísli Gíslason


Guðmundur Páll Jónsson     


Gunnar Ólafsson  


Guðlaug Ólafsdóttir


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00