Fara í efni  

Þjónustusamningur um fjárhagsráðgjöf undirritaður


Frá undirritun þjónustusamningsins
Svæðisvinnumiðlun Vesturlands, Verkalýðsfélag Akraness og Akraneskaupstaður hafa gert þjónustusamning við Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna.  Ráðgjafar Ráðgjafarstofu munu veita endurgjaldslausa fjárhagsráðgjöf til atvinnuleitenda á starfssvæði Svæðisvinnumiðlunar Vesturlands, félagsmanna Verkalýðsfélags Akraness og íbúa Akraneskaupstaðar. Ráðgjöfinn er ætlað að veita fólki sem á í greiðsluerfiðleikum yfirsýn yfir stöðu fjármála sinna og aðstoð við að gera greiðsluáætlanir, velja úrræði og semja við lánardrottna. 

Þeir sem telja sig hafa þörf fyrir ráðgjöf panta viðtalstíma í síma 433 1000, en ráðgjafi verður staddur á Akranesi einn dag í mánuði.  Þeim sem ekki komast í viðtal er boðið upp á símaviðtal þann sama dag og ráðgjafinn verður á Akranesi.  Samningurinn er gerður til reynslu og gildir út árið 2005. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00