Fara í efni  

Þjóðarskútan Kútter Sigurfari í kröppum sjó

Nýverið ritaði Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri grein um málefni Kútters Sigurfara, sem birtist m.a. í Skessuhorni og víðar. Þar segir m.a.:

 

 

 

Þær tillögur sem nú er unnið eftir miða þess vegna að því að koma skipinu í skjól og hefja að því loknu endurbætur og viðgerðir á því. Hugað yrði að öðrum verkefnum samhliða þessu og má nefna sem möguleika í því sambandi sýningu og fræðslu eða nokkurs konar safn um sögu Kútters Sigurfara og skútuöldina, sem og hlutverk og áhrif kúttera á atvinnusögu þjóðarinnar; hvernig var lífið um borð í skútunum, aðbúnaður sjómanna og viðurværi, verklag og veiðarfæri, meðhöndlun afla, sjólag o.sv.frv. Það er þó ljóst að ekki verður hafist handa við þetta  verkefni án aðkomu og þátttöku ríkisins. Verkefnið er einfaldlega stærra en svo að eigendur skipsins ráði við það einir. 

 

Tími til að taka ákvarðanir um framtíð Kútters Sigurfara er knappur því að hann er að grotna hratt niður. Valið stendur á milli þess að hefja, helst strax á þessu ári, framkvæmdir sem miða að því að koma skipinu í skjól eða að taka ákvörðun um að hluta skipið niður og fjarlægja af Safnasvæðinu og/eða líta svo á að skipið sé ónýtt og farga því.  

 

 

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00