Fara í efni  

Tæplega 200 á tjaldsvæðinu á Akranesi!

"Á Akranesi er ekki hægt að rækta neitt og hingað koma engir ferðamenn"! Svona hljómar víst reglan og því er gaman að sjá tjaldsvæðið í Kalmansvík fullt af ferðafólki  og bæinn í blóma. Nú um helgina dvelja hópar húsbílaeigenda á tjaldsvæðinu við Kalmansvík - fjölmennur hópur frá Félagi húsbílaeigenda og svo  eru Flakkarar af Norðurlandi á svæðinu líka - alls um 200 bílar og sennilega hátt í 500 gestir. Tjaldsvæðið verður því fullnýtt alla helgina!  Vonandi verður því margt um ferðamanninn á Akranesi í sumar!


 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00