Fara í efni  

Tækifæri í ferðaþjónustu á Akranesi

Á fundi bæjarráðs sem haldinn var þann 2. október sl. var tillaga að auglýsingu og söluupplýsingum vegna sölu eignarinnar við Suðurgötu 57, Gamla Landsbankahúsið, samþykkt. Það var á fundi bæjarráðs þann 11. september sl. sem bæjarstjóra var falið að undirbúa sölu eignarinnar með það í huga að starfrækja þar hótel. 

Um er að ræða 1.412 m² fasteign sem skiptist í kjallara og þrjár hæðir auk 42 m² bílskúrs. Staðsetning eignar er við Akratorg í hjarta bæjarins. Söluupplýsingar er að finna hér á heimasíðu Akraneskaupstaðar sem og einnig í þjónustuveri Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18.

Hægt er að skila tilboðum í lokuðu umslagi í þjónustuver Akraneskaupstaðar til og með 27. október næstkomandi fyrir kl. 15.30. Nánari upplýsingar um eignina veitir Sigurður Páll Harðarson framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs í síma 433 1000.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00