Fara í efni  

Sýnishorn úr ljósmyndasafni Ólafs Frímanns á vef ljósmyndasafnsins

Sunnudaginn 23. mars síðast liðinn voru liðin 100 ár frá fæðingu Ólafs Frímanns Sigurðssonar.  Í tilefni þess hafa sýnishorn úr ljósmyndasafni hans verið settar á vef Ljósmyndasafns Akraness. Ólafur fékk snemma áhuga á ljósmyndun og tók margar myndir í gegnum tíðina. Foreldrar hans voru Sigurður Jóhannesson og Guðrún Þórðardóttir.  Árið 1925 tók Ólafur Frímann próf frá Verslunarskóla Íslands en áður var hann verslunarmaður í Sandgerði hjá Lofti Loftssyni og Þórði Ásmundssyni.

 

Vefur Ljósmyndasafn Akranes..

Ólafur Frímann var fulltrúi hjá Bjarna Ólafssyni & Co á árunum 1925-1930, kaupmaður í Frón á Vesturgötu 35 frá 1930-1940.  Þá gerðist hann bókhaldari við fyrirtæki tengdaföður síns, Þórðar Ásmundssonar, og síðar við Síldar- og fiskimjölsverksmiðju Akraness.  Hann átti sæti í niðurjöfnunarnefnd 1955-1961, var endurskoðandi Sparisjóðs Akraness í nokkur ár og endurskoðaði bæjarreikninga Akraness 1942-1954. Ólafur Frímann var áhugasamur um félagsmál og var m.a. safnaðarfulltrúi frá 197 til 1982.

 


Formaður Knattspyrnufélags Akraness var hann á árunum 1928-1934 og aftur 1936-1939, og síðar kosinn heiðursfélagi þess.  Hann söng í Karlakórnum Svönum í tæp 30 ár, frá 1934-1963 og hlaut gullmerki kórsins. Ólafur Frímann var einnig í stjórn í mörg ár.  Hann sat í stjórn Sjálfstæðisfélags Akraness um tíma og var einn af stofnendum Nemendafélags Verslunarskóla Íslands á Akranesi 1948. Ennfremur starfaði hann í Rótarýklúbbi Akraness og forseti 1968-1969.

 

Ólafur Frímann lést 1991.
Eftirlifandi eiginkona hans er Ólína Ása Þórðardóttir og varð þeim sjö barna auðið.
 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00