Fara í efni  

Sýning um krumma á TeigaseliMikið fjör á leikskólanum Teigaseli


Mikið var um  að vera í Teigaseli í morgun, 31. mars, en þá voru elstu börnin í leikskólanum með sýningu um krumma. Börnin eru búin að vera að vinna með krumma síðustu fjórar vikurnar. Hjá leikskólnum hefur verið leikskólakennaranemi og heitir hún Ragnhildur Edda Jónsdóttir. 

Hún hefur unnið með börnunum samkvæmt könnunaraðferðinni sem er mjög skemmtileg. Börnin velja sér viðfangsefni, í þessu tilfelli krumma og kynntu þau sér allt um hann. Þau fóru í vettvangsferðir, á bókasafnið, lásu bækur um krumma, gáfu krumma brauð, heimsóttu Þórarinn Helgason hamskera og Báru konu hans, gerðu sögur, sungu söngva, æfðu dans og margt fleira. Börnin gerðu að lokum auglýsingu og fóru með á hinar deildirnar og buðu á sýningu inn í sal. Jafnframt buðu þau Báru og Þórarni, en þau komu með þrjá leynigesti og vöktu þeir mikla ánægju. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00