Fara í efni  

Sýning á frumútgáfum og þýðingum á verkum Halldórs Laxness


Atómstöðin kom út 1948. Kápumynd: Ásgeir JúlíussonÁ Degi bókarinnar 23. apríl kl. 17.00 verður aldarafmælis Halldórs Laxness minnst með upplestri úr verkum skáldsins. Börn úr Stóru upplestrarkeppni grunnskólanna lesa. Þessi dagskrá er unnin í samvinnu við skólasafnverði Brekkubæjarskóla og Grundaskóla. Allir bæjarbúar eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.


Í anddyri Bókhlöðunnar stendur yfir Sýning á frumútgáfum og þýðingum á verkum Halldórs Laxness. Þessar bækur eru úr einkasafni Haraldar Sigurðssonar (1908-1995), en hann safnaði sérstaklega verkum Halldórs Laxness og eru mjög margar þýðingar einstakra verka skáldsins í Haraldssafni.


Sýningin stendur fram í miðjan maí.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00