Fara í efni  

Sumarvinna 2013 - 17 ára unglingar f. 1996Akraneskaupstaður og Vinnuskóli Akraness bjóða unglingum f.1996 með lögheimili á Akranesi vinnu við Vinnuskólann.


Vinnan hefst í lok maí og unnið verður 35 klst. á viku. Stefnt er að vinnu í 4-8 vikur, en það ræðst af fjölda umsækjenda hversu langur sá tími verður.  Haldinn verður fundur með umsækjendum áður en vinnan hefst og farið yfir stöðuna.


Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á skrifstofu Vinnuskólans að Laugarbraut 6 b (gamla slökkvistöðin) eða á bæjarskrifstofunni Stillholti 16-18, 1. hæð og þar skal umsóknum skilað í síðasta lagi miðvikudaginn 15. maí nk.


Einnig er hægt að sækja um hér á vef Akraneskaupstaðar - smellið hér til að sækja umsóknareyðublað


Athugið að aðeins þeir sem skila inn umsókn fyrir tiltekinn tíma verður veitt vinna.


Allar nánari upplýsingar veitir Einar Skúlason, rekstrarstjóri Vinnuskólans


Sími:  863-1113 og 433 1056 - netfang: einar.skulason@akranes.is

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00