Fara í efni  

Sumarstarf á Byggðasafninu í Görðum

Byggðasafnið í Görðum auglýsir eftir sumarstarfsmanni. Sumarstarfsmaður er ábyrgur fyrir faglegri móttöku gesta og hópa, leiðsögn og almennri safngæslu á svæðinu. Vinnutími er frá kl. 09.30 - 17.00 og unnið á 2 - 2 - 3 vöktum þannig að unnið er aðra hvora helgi. Um er að ræða tímabundið starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf eigi síðar en 13. maí og starfað til og með 15. September. Æskilegt er að umsækjendur hafi góða samskiptafærni.

Helsti verkefni:

 • Safngæsla og leiðsögn
 • Móttaka hópa og innheimta aðgangseyris
 • Þrif innan- og utandyra
 • Upplýsingagjöf til ferðamanna, bæði á staðnum og á samfélagsmiðlum
 • Aðstoð við skipulagningu og framkvæmd viðburða
 • Önnur tilfallandi verkefni sem yfirmenn fela starfsmanni

 Kröfur um hæfni:

 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Færni í samskiptum, þjónustulund og jákvæðni
 • Góð færni í íslensku og ensku

Hér er sótt um rafrænt í íbúagátt Akraneskaupstaðar. Umsóknarfrestur er til og með 17. mars. Nánari upplýsingar veitir Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála í tölvupósti á netfangið: ella.gunnarsdottir@akranessofn.is eða í síma 433 1000. 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin alla virka daga
  kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30