Fara í efni  

Sumarlokun leikskóla Akraneskaupstaðar

Skólanefnd Akraness fjallaði um sumarlokun leikskóla Akraneskaupstaðar á fundi sínum 6. febrúar s.l.  Sumarið 2007 var samræmd sumarlokun leikskólanna tvær síðustu vikur fyrir verslunarmannahelgi. Skólanefnd samþykkti að sama fyrirkomulag verði sumarið 2008, þannig fæst nægileg reynsla til að meta hvort þessi tímasetning er heppileg. Skólanefnd samþykkti einnig að gerð verði könnun á viðhorfum foreldra til tímasetningar sumarlokunar og fleiri þátta á komandi vori. Allir leikskólarnir verða því lokaðir frá 21. júlí til og með 4. ágúst n.k.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00