Fara í efni  

Styrkur veittur til Fjölskyldustofu

vegna tilraunaverkefna í þágu langveikra barna og barna með ADHD greiningu

 

 

 

Fjölskyldustofa Akraneskaupstaðar hlaut nýlega styrk að upphæð kr. 2.605.000 til ýmissa tilraunaverkefna í þágu langveikra barna og barna með ADHD greiningu.  Styrkurinn er veittur á grundvelli samstarfssamnings Velferðarráðuneytisins, Heilbrigðisráðuneytisins, Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga.  Styrkurinn er ætlaður til tilraunaverkefna til að efla stuðnings- og nærþjónustu við langveik börn og börn með ofvirkni og athyglisbrest.  

 

Fyrir ári síðan hlaut Fjölskyldustofa samskonar styrk til verkefna sem fólu í sér:

 

 

 • félagslegan stuðning og/eða skammtímavistun
 • sjúkra-, iðju-, og/eða talþjálfun í leik- og grunnskólum
 • faglega leiðsögn sérfræðinga til leik- og grunnskólabarna sem geta vegna heilsu sinnar ekki sótt leik- eða grunnskóla
 • almenn verkefni sem miða að bættri þjónustu við leik- og grunnskólabörn

 

 

Í ár voru fimm verkefni af sjö sem sótt var um talin styrkhæf, en þessi verkefni voru: 

 

 

 • Leiðsögn fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla vegna langveikra barna 
 • Fræðsla fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla
 • Liðveisla og stuðningsfjölskyldur
 • Félagsfærni/vinahópar
 • Talþjálfun í leikskólum
 • Námskeið 

 

Unnið verður að því á næstunni að skilgreina nánar hvernig styrknum verður ráðstafað milli ofangreindra verkefna svo og hvernig nánari útfærsla á þeim verður. 

 

Allar nánari upplýsingar um verkefnið veitir Svala Hreinsdóttir, verkefnisstjóri Fjölsyldustofu. 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00