Fara í efni  

Styrkir til náms og verkfæra og tækjakaupa fyrir fatlaða

Akraneskaupstaður vekur athygli á möguleika fatlaðs fólks sem þarfnast sértæks stuðnings vegna fötlunar sinnar til að sækja um styrk skv. 25. gr. laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir

Styrkurinn er ætlaður til að auðvelda fötluðu fólki að verða sér úti um þekkingu og reynslu til þess að auka möguleika þess til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Forsendur fyrir styrknum eru meðal annars að eiga lögheimili á Akranesi, hafa náð 18 ára aldri og vera með varanlegt örorkumat.

Opið er fyrir umsóknir frá 19. ágúst til og með 7. september 2022.

Sækja um:

Hér er umsóknareyðublað sem hægt er að prenta út. Einnig er hægt að sækja umsóknareyðublað í þjónustuver Akraneskaupstaðar á Dalbraut 4 og  þar má skila umsóknum og fylgigögnum. Hægt að senda umsókn og fylgigögn á netfangið akranes@akranes.is

Hér er hægt að nálgast reglur um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fyrir fatlað fólk


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00