Fara í efni  

Styrkir til íþrótta- og tómstundafélaga á Akranesi

Akraneskaupstaður hefur ákveðið að veita 2,4 milljónum króna til íþrótta- og tómstundafélaga á Akranesi.  Markmiðið er að styrkja virk tómstunda- og íþróttafélög í bæjarfélaginu til að halda uppi öflugu félags-, tómstunda- og íþróttastarfi fyrir börn og unglinga (6-19 ára) á Akranesi.  Lögð er sérstök áhersla á að styrkja starf ungmenna á aldrinum 13-19 ára vegna mikils brottfalls úr skipulögðu félagsstarfi á þessum aldri. 

Styrkupphæð er reiknuð út frá: 1. fjölda þátttakanda á aldrinum 6-12 ára (30% vægi)
 2. fjölda þátttakenda á aldrinum 13-19 ára (40% vægi)
 3. leiðbeinandakostnaði félaga við þennan aldurshóp (30% vægi)

 


Aðeins er tekið við umsóknum á þar til gerðum umsóknareyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu Íþróttabandalags Akraness í Íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum og á bæjarskrifstofunum, Stillholti 16-18, 3. hæð.  Umsóknareyðublöð er einnig hægt að sækja hér á heimasíðunni.


 


Sjá viðmiðunarreglur fyrir úthlutun styrkja


Sækja umsóknareyðublað


 


Umsóknarfrestur rennur út kl. 16:00 föstudaginn 21. nóvember 2003.


 


Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Hjartarson, sviðsstjóri tómstunda- og forvarnarsviðs í síma 433 1060.


 


 


Viðauki vegna styrkja á árinu 2003: • Styrkir eru veittir einu sinni á árinu 2003, þann 15. desember n.k. samkvæmt veittum og staðfestum upplýsingum umsækjenda.
 • Styrkir skulu auglýstir eigi síðar en 60 dögum fyrir útborgun þeirra (15. október).
 • Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2003 (uppgefinn og staðfestur fjöldi þátttakenda á tímabilinu 1. janúar - 15. október 2003) og skulu umsóknir berast sviðsstjóra tómstunda- og forvarnarsviðs á þar til gerðum umsóknareyðublöðum.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00