Fara í efni  

Styrkir til íþrótta- og tómstundafélaga á Akranesi

Akraneskaupstaður veitir nú 1,2 milljónum kr. til íþrótta- og tómstundafélaga á Akranesi. Markmiðið er að styrkja virk sjálfstætt starfandi tómstunda- og íþróttafélög á Akranesi til að halda uppi öflugu starfi fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-19 ára.  Lögð er sérstök áhersla á að styrkja starf með ungmennum á aldrinum 13-19 ára vegna mikils brottfalls úr skipulögðu félagsstarfi á þessum aldri. Aðeins er tekið við umsóknum á þar til gerðum umsóknareyðublöðum sem liggja frammi í afgreiðslu Akraneskaupstaðar og á heimasíðu kaupstaðarins www.akranes.is

Styrktímabil er 1. janúar - 30. júní 2004 og verða styrkir greiddir út þann 1. september 2004.  Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2004.  Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Hjartarson, sviðsstjóri tómstunda- og forvarnarsviðs í síma 433 1060. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00