Fara í efni  

Stuðningsfjölskyldur óskast til samstarfs

Stuðningsfjölskyldur óskast til samstarfs við okkur á velferðar- og mannréttindasviði. Stuðningsfjölskyldur taka á móti barni/börnum til dvalar á heimili sínu að jafnaði eina helgi í mánuði með það að markmiði að styðja við foreldra barnsins, veita barninu tilbreytingu og stuðning.

Fjölskyldur sem vilja taka að sér fatlað barn eða börn eru sérstaklega hvattar til að sækja um.

Hér er sótt um rafrænt í íbúagátt Akraneskaupstaðar. Nánari upplýsingar veitir Berglind Ósk Jóhannesdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi í tölvupósti: berglind.johannesdottir@akranes.is eða í síma 4331000. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00