Fara í efni  

Strætó á milli Akraness og Reykjavíkur?

Atvinnumálanefnd hefur átt fund með forstjóra Strætó b.s. varðandi þann möguleika að Akraneskaupstaður gangi inn í byggðasamlag 7 sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og að fyrirtækið taki að sér almenningssamgöngur á milli Akraness og Reykjavíkur, en núverandi sérleyfi og fyrirkomulag á almenningssamgöngum fellur úr gildi í ágúst 2005.


Atvinnumálanefnd samþykkti á fundi sínum þann 16. júní s.l. að beina því til bæjarráðs að óskað verði eftir formlegum viðræðum við Strætó b.s. um möguleika á samvinnu við fyrirtækið um akstur strætisvagns til Akraness.

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00