Fara í efni  

Störf - garðyrkjudeild viðhald, framkvæmdir og umhirða opinna svæða

Akraneskaupstaður auglýsir laus til umsóknar störf í garðyrkjudeild, þ.e. starfshóp við almennt viðhald, umhirðu og framkvæmdir opinna svæða fyrir 18. ára og eldri. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtileg störf sem henta vel fyrir fjölbrautar- eða háskólanemendur. Starfstími er 3-4 mánuðir yfir tímabilið maí til ágúst með möguleika um 1-2 mánuði í viðbót. Umsækjendur þurfa að vera 18 ára og eldri.

Helstu verkefni:

 • Umhirða og viðhald útivistarsvæða, leiksvæða og annarra opinna svæða
 • Umhirða gróðurs
 • Gróðursetning trjágróðurs og sumarblóma
 • Önnur tilfallandi verkefni

Hér er sótt um rafrænt í íbúagátt Akraneskaupstaðar. Umsóknarfrestur er til og með 14. apríl 2021. Nánari upplýsingar gefur Guðlaugur Þór Brandsson í tölvupósti á netfangið gullithb@akranes .is eða í síma 433-1056.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00