Fara í efni  

Stóra upplestrarkeppnin 2005

Mánudaginn 18. apríl var lokaathöfn í Stóru upplestrarkeppninni í Vinaminni. Tólf nemendur úr 7. bekkjum grunnskólanna lásu sögubrot og fluttu ljóð. Einnig ávarpaði Sigrún Ósk Kristjánsdóttir keppendur og ræddi mikilvægi þess að geta staðið fyrir framan hóp og flutt mál sitt. Nemendur úr tónlistarskólanum fluttu tónlistaratriði, Kristján Kristjánsson f.h. Uppheima ehf færði keppendum bækur að gjöf og gaf einnig báðum skólunum bekkjarsett í tilefni þess að Vika bókarinnar er að hefjast.

Veitt voru verðlaun til tveggja nemenda í 7. bekk sem áttu myndir sem notaðar voru á boðskort vegna keppninnar en hlutskarpastir voru Nökkvi Rúnarsson og Stefán Örn Guðmundsson. Að lokum voru veitt peningaverðlaun frá Sparisjóði Mýrasýslu til þriggja bestu lesara að mati dómnefndar. Karólína Hrönn Hilmarsdóttir 7. ÞÓ Brekkubæjarskóla var valin besti upplesarinn, Dagný B. Egilsdóttir 7. VH Grundaskóla var í öðru sæti og í þriðja sæti var Aðalbjörg Þorkelsdóttir 7. SS Brekkubæjarskóla. Aðrir nemendur sem tóku þátt í keppninni voru: Aðalheiður Harðardóttir, Engilbert Svavarsson, Jensína Kristinsdóttir, Kristjana Bjarnadóttir, Lárus Björgvinsson, Lóa Guðrún Gísladóttir, Margrét Helga Guðmundsdóttir, Sigurður Trausti Karvelsson og Valgerður Stefánsdóttir. Samtökin Raddir hafa veg og vanda að undirbúningi keppinnar en að margra mati er Stóra upplestrarkeppin stærsta skólaþróunarverkefnis á landsvísu og skila árangri í framsögn og upplestri til nemenda.


 


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00