Fara í efni  

Stóra upplestarkeppnin var haldin 24. mars s.l. í 6. sinn á Akranesi.Sigurvegarar keppninnar
Undirbúningur hófst 16. nóvember á degi íslenskrar tungu. Nemendur í 7. bekkjum grunnskólanna hafa lagt áherslu á vandaðan upplestur og æft sig bæði á samfelldum texta og ljóðum. Undankeppni fór fram 4. mars og voru þá valdir 6 bestu lesarar í báðum skólum. Í keppninni sjálfri voru keppendur látnir lesa brot úr sögu um Hjalta litla og ljóð. Fimm dómarar völdu síðan bestu lesarana og var Gígja Gylfadóttir í 1. sæti, Harpa Lind Gylfadóttir i öðru sæti og Arna S. Birgisdóttir í 3. sæti. Þær eru allar nemendur í Grundaskóla.

Aðrir keppendur voru Hrafn Jónsson, Guðrún Carstensdóttir, Svandís Erla Ólafsdóttir, Jónína Íris Valgeirsdóttir, Bergþóra Sveinsdóttir, Gunnar Þór Þorsteinsson, Klara Árný Harðardóttir, Líf Lárusdóttir og Díana Bergsdóttir. Sparisjóður Mýrasýslu veitti peningaverðlaun en einnig voru veitt bókaverðlaun fyrir bestu myndskreytinguna á boðskortin og voru Heiðar Logi Kjartansson og Eygló Smáradóttir hlutskörpust. Nemendur úr Tónlistarskólanum á Akranesi þau: Jóhann Andri Knappett og Ingibjörg Huld Gísladóttir léku fyrir gesti. Athöfnin tókst vel og höfðu margir gestir á orði að frammistaða nemendanna væri með afbrigðum góð og langt umfram væntingar.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00