Fara í efni  

Stjörnugrís hf. sækir um lóð undir fóðurskemmu.

 Stjörnugrís hf. hefur sent Akraneskaupstað umsókn um lóð undir a.m.k. 1500  m2 húsnæði sem fyrirtækið ætlar að nýta undir fóðurskemmu.  Standa óskir fyrirtækisins um að lóðin verði staðsett á hafnarsvæðinu þannig að flutningar á fóðri í húsnæðið verði sem allra minnstur.   Áætlar fyrirtækið að flytja inn fóður um 1800-2000 tonn á þriggja til fjögurra mánaða fresti.
 
Stjörnugrís hf. er með umfangsmikla framleiðslu á svína- og alifuglakjöti og eru starfsstöðvar þess á Vallá á Kjalarnesi og Melum í Melasveit.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00