Fara í efni  

Stefnumótun og áætlunargerð í málefnum ungmenna á Akranesi

Í dag var undirritaður samstarfssamningur Akraneskaupstaðar og rannsóknar-miðstöðvarinnar Rannsóknir & greining. 


Markmið samstarfsins er að vinna hagnýtar upplýsingar í hendur forvarnarhópa og bæjaryfirvalda til stefnumótunar og áætlunargerðar í málefnum ungmenna á Akranesi.  Tengiliður fyrir hönd Akraneskaupstaðar er Heiðrún Janusardóttir verkefnisstjóri og fyrir hönd R & G, Jón Sigfússon.


Rannsóknamiðstöðin Rannsóknir & greining hefur sérhæft sig í rannsóknum á högum og líðan ungs fólks í grunn- og framhaldsskólum undanfarin ár og hafa rannsóknirnar vakið athygli langt út fyrir landsteinana.  Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á að afla gagna og vinna úr þeim annars vegar vísindagreinar og hins vegar hagnýtar upplýsingar fyrir fólk sem vinnur að málefnum barna og ungmenna.


Á myndinni eru frá vinstri: Lúðvík Gunnarsson, Jón Sigfússon frá R & G, Svala Hreinsdóttir, Heiðrún Janusardóttir, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Helga Gunnarsdóttir. 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00