Fara í efni  

Starfsmenn Akraneskaupstaðar ánægðir í starfi.

Í janúarmánuði var lögð könnun fyrir alla starfsmenn Akraneskaupstaðar.   Markmið könnunarinnar var að fá fram viðhorf starfsmanna Akraneskaupstaðar m.a. til upplýsingamiðlunar, starfsánægju og aðbúnaðar á vinnustað.  Alls tóku 265 starfsmenn þátt í könnuninni en upphaflegt úrtak var 304 sem gefur 87,2% svarhlutfall.  Niðurstöður liggja nú fyrir.  Á heildina litið má segja að niðurstöður séu jákvæðar í flestum þáttum. Starfsmenn meta stjórnun, liðsanda og upplýsingamiðlun á vinnustað jafn hátt eða hærra en í öðrum sambærilegum könnunum.

Fram kemur óánægja með laun sem er einnig í takt við sambærilegar kannanir t.a.m. ríkisstarfsmannakönnun sem framkvæmd var árið 1999. Forstöðumenn stofnana sem hafa 10 eða fleiri starfsmenn hafa nú fengið niðurstöður fyrir sinn vinnustað sem og heildarniðurstöður. Mikilvægt er að niðurstöður verði skoðaðar á hverju vinnustað og gripið til aðgerða sé þess þörf.

 

 

Starfsumhverfi ríkisstarfsmanna, könnun framkvæmd árið 1999.

 

 

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00