Fara í efni  

Starfsfólk Akraneskaupstaðar fagnar góðum árangri

Sl. föstudag bauð bæjarstjórn Akraness öllu starfsfólki kaupstaðarins til móttöku í Tónbergi í tilefni af 70 ára kaupstaðarafmæli bæjarins en raunar var fjölbreytt tilefni til að gleðjast og fagna þar sem stofnanir bæjarins hafa bókstaflega sópað til sínum viðurkenningum og verðlaunum á undanförnum vikum fyrir árangur og nýjungar í starfi.


Árni Múli Jónasson flutti ávarp og þakkaði starfsfólki sínu fyrir gott og gjöfult starf, Sveinn Kristinsson tók einnig til máls og þá veittu þær Helga Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu og Ingibjörg Valdimarsdóttir, formaður Fjölskylduráðs viðurkenningar til Grundaskóla, Brekkubæjarskóla, Garðasels og Vallarsels fyrir að hafa raðað sér í efstu sætin í vali á Stofnunum ársins á dögunum.


Þá var þess getið að Grundaskóli hlaut Foreldraverðlaun samtakanna Heimili og skóli fyrir söngleikjaverkefnii skólans.


Starfsfólk bæjarins fjölmennti til móttökunnar og segja má að gleði og hamingja hafi ríkt í Tónbergi á föstudaginn.


 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00