Fara í efni  

Starfsemi Vinnuskólans sumarið 2013

Vinnuskóli Akraness verður starfræktur yfir sumarmánuðina, þ.e. júní, júlí og ágúst. Öll ungmenni í 8. 9. og 10.bekk grunnskólanna á Akranesi geta sótt um starf í vinnuskólanum. Einnig verður 17 ára unglingum tryggð vinna yfir sumarið, lengd vinnutímabils getur verið breytileg frá ári til árs. Vinnuskóli Akraness hefur umsjón með atvinnutengdu námi en með atvinnutengdu námi er komið til móts við nemendur sem ekki virðiast finna sig í hefðbundnu námi. Atvinnutengt nám er samstarfsverkefni vinnuskóla, grunnskóla, foreldra og nemenda. 
Nánari upplýsingar eru veittar hjá Einari Skúlasyni, rekstrarstjóra Vinnuskóla Akraness, í síma 863-1113, netfang einar.skulason hjá akranes.is

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00