Fara í efni  

Starf forstöðumanns íþróttamannvirkja

Akraneskaupstaður auglýsir lausa til umsóknar stöðu forstöðumanns íþróttamannvirkja. Íþróttamannvirki á Akranesi eru Bjarnalaug, íþróttahúsið við Vesturgötu, íþróttahúsið á Jaðarsbökkum, sundlaugin Jaðarsbökkum, Akraneshöll, grasvellir, fimleikahús og Guðlaug - heit laug á Langasandi.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið

 • Fagleg og fjárhagsleg ábyrgð á starfsemi íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar
 • Rekstur og dagleg stjórnun íþróttamannvirkja
 • Stjórnun, ábyrgð og eftirfylgni starfsmannamála
 • Gerð starfs- og fjárhagsáætlana
 • Náið samstarf við Íþróttabandalag Akraness, skólasamfélagið og aðra sem sinna tómstundamálum

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
 • Stjórnunarreynsla og þekking á rekstri
 • Haldgóð þekking á málaflokknum
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð ásamt frumkvæði í starfi
 • Faglegur metnaður
 • Þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Leiðtogafærni og vilji til þess að tileinka sér nýjungar í starfi

Umsóknum fylgi ítarleg starfsferilskrá ásamt greinargerð þar sem kemur fram ástæða umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi til starfsins. Nánari upplýsingar veita Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is og Hlynur Atli Magnússon, hlynur@hagvangur.is.

Sótt er um starfið hér í gegnum ráðningarvef Hagvangs


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00