Fara í efni  

Staða bæjarstjóra á Akranesi er laus til umsóknar

Staða bæjarstjóra á Akranesi er nú laus til umsóknar og er umsóknarfrestur til og með sunnudeginum 11. júlí nk.


Starfssvið


? Framkvæmdastjórn sveitarfélagsins og hagsmunagæsla þess


? Stjórn og ábyrgð á daglegum rekstri


? Stefnumótun og áætlanagerð


? Náið samstarf við bæjarstjórn


? Samskipti við stofnanir, samtök, fyrirtæki og íbúa


? Þátttaka í uppbyggingu samfélagsins


Menntunarkröfur og reynsla:


? Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg


? Þekking og reynsla af fjármálum, stjórnun og rekstri


? Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga er æskileg


? Leiðtogahæfni


? Geta til tjá sig í ræðu og riti


? Áhugi á mótun og uppbyggingu samfélagsins


? Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum


? Jákvæðni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum


Nánari upplýsingar


Umsjón með ráðningunni hafa Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is) og Þorbjörg Guðjónsdóttir (thorbjorg.gudjonsdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum.


Umsóknarfrestur er til og með 11. júlí nk. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsóknum eiga að fylgja ítarlegar starfsferilskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.


 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00