Fara í efni  

Snorri Guðmundsson ráðinn dýraeftirlitsmaður

Starf dýraeftirlitsmanns og starfsmanns í þjónustumiðstöð að Laugarbraut 6  var auglýst um miðjan júlí með umsóknarfresti til 5. ágúst sl. Fimm umsóknir bárust um starfið og voru allir umsækjendur boðaðir til viðtals.


Eftir mat á umsóknum og niðurstöðum úr viðtölum var ákveðið að ráða Snorra Guðmundsson, Álmskógum 12 á Akranesi, í starfið.


Snorri  er fæddur árið 1978 og er menntaður húsasmiður. Hann er kvæntur Ínu Dóru Ástríðardóttur og eiga þau tvö börn.


Snorri hóf störf 1. sept. sl.


 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00