Fara í efni  

Smiðjuvellir 12-22 kynningarfundur - aðal- og deiliskipulagsbreyting

Vinnslutillaga breytinga á aðalskipulagi:

Breytingin á Aðalskipulagi Akraness 2021-2033 nær til reita VÞ-143 og 146,AT-144 og I-145 um 2,4 hektara svæði sem afmarkað verður sem íbúðabyggð og athafnasvæði. Smiðjuvellir eru skilgreindir í Aðalskipulagi sem þróunarsvæði C með því markmiði að þar verði skoðaðir möguleikar á þéttri blandaðri byggð íbúða og atvinnustarfsemi.

Vinnslutillaga deiliskipulagsrammi:

Drög að ramma fyrir þróunarsvæði C þar sem skil. Í deiliskipulagsramma eru skilgreindir möguleikar á blandaðri notkun svæðis íbúðabyggð og atvinnustarfsemi þannig unnt verði að vinna deiliskipulag einstakra reita. Vinnslutillaga að deiliskipulagsramma greinargerð sjá hér.

 Vinnslutillaga deiliskipulag smiðjuvellir 12-22:

Breytingin felst í að sameina lóðir við Smiðjuvelli 12,14,16,18,20 og 22 í eina lóð Smiðjuvelli 12-22 og núverandi mannvirki rifin. Heimil verði íbúðauppbygging ásamt atvinnustarfsemi á lóð. Heimilt verði að byggja þriggja til sjö hæða byggingu með kjallara með allt að 23.350 fm með nýtingarhlutfall 1,65.  Vinnslutillaga - sjá hér

Eftir kynninguna mun skipulags- og umhverfisráð ljúka gerð tillagnanna og leggja fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu. Ákveði bæjarstjórn að auglýsa ofangreindar skipulagstillögur verður frestur til að gera athugasemdir við þær minnsta kosti 6 vikur sbr. ákvæði skipulagslaga.

Ábendingar og sjónarmið þurfa að vera skriflegar og bersast í þjónustuver Akraneskaupstaðar Dalbraut 4 eða á netfangið skipulag@akranes.is 

Skipulagsfulltrúi Akraneskaupstaður


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00