Fara í efni  

Slökkviliðssýning opnar í Guðnýjarstofu

Í dag, miðvikudaginn 15. október, kl. 16:00 verður opnuð sýning Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar á Safnasvæðinu í Görðum. Tilefni sýningarinnar er 80 ára afmæli slökkviliðsins. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Akraneskaupstaðar og Skúli Þórðarson sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit opna sýninguna formlega.

Að undirbúningi sýningarinnar hafa staðið fyrrverandi og núverandi slökkviliðsmenn ásamt bræðrunum Friðþjófi og Steini Helgasonum. Til sýnis verða myndir sem teknar hafa verið í starfinu og einnig gömul og ný tæki og tól slökkviliðsins. Sýningin stendur til 26. október á opnunartíma safnsins. Allir hvattir til að mæta og skoða glæsilega sýningu.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00