Fara í efni  

Slökkt á götuljósum á Akranesi

Í tengslum við opnun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík fimmtudaginn 28. september  nk. er fyrirhugað að öll götuljós á Akranesi verði slökkt frá kl. 22:00 til 22:30 ef veður leyfir.  Orkuveita Reykjavíkur mun annast framkvæmdina í samráði við skipuleggjendur..


Almenningur er hvattur til að taka þátt og slökkva sín ljós.


Stjörnufræðingur mun lýsa viðburðinum í beinni útsendingu á Rás 2.


 

Við þekkjum öll viðbrigðin sem verða á himintjaldinu þegar við vindum okkur út fyrir bæjarmörkin og horfum til himins. Himnafestingin lifnar bókstaflega við. Þúsundir stjarna og dansandi norðurljós birtast þar sem áður virtist ekkert vera.  Þessi kvikmynd í boði náttúrunnar er engu að síðri en þær myndir sem vinna til verðlauna á kvikmyndahátíðum víða um heim, og enn magnaðri því hvergi er að finna jafn stórt sýningartjald og himininn sjálfan.


Tökum þátt og slökkvum öll ljós hjá okkur næstkomandi fimmtudag milli kl. 22:00 og 22:30.


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00