Fara í efni  

Skýr stefna sveitarfélagsins - könnun til íbúa

Akraneskaupstaður er um þessar mundir í stefnumótunarvinnu fyrir sveitarfélagið.

Markmiðið er að móta yfirstefnu fyrir næstu 5-10 árin og setja fram metnaðarfulla sýn um árangur og aukna þjónustu til framtíðar samhliða fjárhagslegum markmiðum sveitarfélagsins og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Vinnan felur í sér að draga fram lykil áskoranir og tækifæri, móta skýra stefnu og markmið og forgangsraða aðgerðaáætlun til að hrinda stefnu í framkvæmd.
Hluti af þessu ferli er uppbyggilegt samráð við alla hagsmunaaðila sveitarfélagsins og leitum við því til íbúa Akraness. Um er að ræða eina lauflétta könnun um draumabæinn Akranes.


Hægt er að skila inn svari frá 15. til 22. febrúar næstkomandi. Vakin er athygli á því að niðurstöðurnar eru ekki persónugreinanlegar.

Hafðu áhrif á þitt samfélag og taktu þátt! 

TAKA KÖNNUN 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00