Fara í efni  

Skrifað undir samninga um nýja slökkvibifreið

Í dag voru undirritaðir samningar á milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar annars vegar og fyrirtækisins Slökkvi- og umhverfistækni hins vegar um kaup á nýrri og glæsilegri slökkvibifreið fyrir Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Bifreiðin, sem er af gerðinni Ford F450 ? One Seven er afar vel tækjum búin og hefur auk þess mun meiri slökkvigetu en núverandi tækjakostur slökkviliðsins. Það er því ljóst að með tilkomu hins nýja slökkvibíls er slökkviliðið mun betur í stakk búið til að takast á við krefjandi verkefni. Gert er ráð fyrir að smíðatími bílsins sé um 6 mánuðir frá undirskrift samningsins. Bíllinn ætti því að vera kominn í gagnið síðla næsta haust.


 


 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00