Fara í efni  

Skráum viðburði!

Lokaundirbúningur að útgáfu ferðablaðsins "Vesturland 2003" er nú í gangi. Meðal efnis í blaðinu er viðburðadagskrá fyrir ýmsa mannfagnaði, íþróttaviðburði, menningarsamkomur og hvaðeina þar sem gestir eru velkomnir. Skráning fer fram á netinu og hægt er að fara inná skráningarformið af forsíðu Akranesvefjarins "Á döfinni" og velja "skrá atburð". Markaðs- og atvinnuskrifstofa Akraneskaupstaðar hvetur félagasamtök til að skrá viðburði í atburðaskrána, það kostar ekkert en hefur samt mikið auglýsinga- og kynningargildi. Skráningur lýkur 15. apríl n.k.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00