Fara í efni  

Skráning í Gaman-saman stendur nú yfir

Gaman-saman er tómstundastarf fyrir 10-12 ára börn og fer fram alla virka daga í Þorpinu milli kl. 14 og 16. Í Gaman-saman er boðið upp á klúbbastarf, styttri námskeið og Fjölsport sem fer fram á þriðjudögum í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum frá kl. 14.55 til 15.55. Undanfarnar vikur hafa verið svokallaðir prufutímar í Gaman-saman en þá gátu börn komið og prufað að taka þátt í starfinu. Fjölmörg börn nýttu sér það og hefur verið fjör og gleði í Þorpinu.

Hægt er að skrá sig frá einum upp í fimm daga í viku. Gjaldið er kr. 3000 fyrir einn dag og er það fyrir allt tímabilið, þ.e. barn sem skráir sig 1 dag í viku borgar kr. 3.000 fram að jólafríi. Innifalið í gjaldinu er allur efniviður í smíði, föndur, matreiðslu, bakstur o.fl. Einnig er boðið upp á holla síðdegishressingu og er hún innifalin í gjaldinu. Hægt að fá fylgd frá skóla og í Þorpið og skal taka ósk um það fram á skráningarblaði.  

Markmið Gaman-saman er að virkja börn í tómstundum með öðrum börnum og metnaður er lagður í að bjóða upp á innihaldsríkt og faglegt starf. Í Gaman-saman geta allir tekið þátt á sínum forsendum. Skráningarform og gjaldskrá má nálgast hér.

Nánari upplýsingar veitir Ruth Jörgensdóttir bæði í tölvupósti og í síma 433-1252 og einnig er hægt að fylgjast með starfinu á facebook.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00