Fara í efni  

Skráning atburða næsta árs

Nú er að fara af stað söfnun upplýsinga um sem flesta dagsetta atburði á Akranesi árið 2002. Þó snemmt sé, er nauðsynlegt að skrá þessa atburði tímanlega til að hægt sé að koma upplýsingum á framfæri í hin ýmsu ferðarit, til íþróttafélaga, fjölmiðla og annarra áhugasamra aðila um atburði á Akranesi.


Nú eru forstöðumenn og fulltrúar íþróttafélaga, stofnana og félagasamtaka hvattir til að skrá alla atburði inn í gagnagrunn bæjarins á heimasíðunni (www.akranes.is).


Þeir sem ætla að skrá atburði fara inn á liðinn "Á döfinni" neðst á forsíðu Akranesvefjarins, fara neðst í kassann þar sem stendur "meira á döfinni" og eru þar með komnir að skráningarforminu.


Til gamans má geta þess að allir atburðir sem á þennan hátt eru skráðir á vef bæjarins færast sjálfkrafa í atburðadagatal Vesturlands í heild og birtast þannig m.a. á Vesturlandsvefnum, í Skessuhorni í hverri viku og í ferðahandbók Vesturlands sem gefin er út á hverju vori.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00