Fara í efni  

Skógarhverfi - útboð gatnagerð og veitulagnir

 

Akraneskaupstaður í samvinnu við Veitur ohf., Ljósleiðarann ehf og Mílu ehf., óskar eftir tilboði í gatnagerð og lagnir í nýju hverfi, Skógahverfi á Akranesi.

Í nýbyggingarhverfinu er um að ræða gatnagerð, stígagerð, götulýsing og lagningu allra veitukerfa og fjarskiptalagna í hluta af skipulagsáföngum Skógahverfi 3C og 5.

Nokkrar stærðir í verkinu:

- Gröftur 105.000 m3

- Fylling 115.000 m3

- Fráveitulagnir 4.400 m

- Kaldavatnslagnir 2.600 m

- Hitaveitulagnir 4.500 m

Verkið er með áfangaskilum 30. janúar 2023, 30. júlí 2023, 30. október 2023 og verklok eru 30. ágúst 2024. Verkið er auglýst á EES svæðinu.

Útboðsgögn eru aðgengileg á rafrænu formi frá föstudeginum 16. september 2022 í gegnum útboðsvef https://mannvit.ajoursystem.is/.

Tilboðum skal skilað á útboðsvefinn fyrir kl. 11:00 föstudaginn 7. nóvember 2022. Fundargerð verður send öllum bjóðendum eftir opnun tilboða.

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00