Fara í efni  

Skipulagslýsing vegna endurskoðun deiliskipulags Dalbrautarreit norður á Akranesi

Bæjarstjórn Akraness samþykkti þann 10. október 2023, lýsingu vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar á deiliskipulagi norðurhluta Dalbrautarreits skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í endurskoðun skipulags á Dalbrautarreit verður uppbygging blandaðrar byggðar með íbúðum á efri hæðum og atvinnustarfsemi á jarðhæð en í Aðalskipulagi Akraness 2021-2033 er svæðið skilgreint sem íbúðabyggð ÍB – 141. Í skipulagslýsingu eru upplýsingar um forsendur, stefnu, frumhugmyndir og fyrirhugað skipulagsferli.

Hægt er að nálgast lýsinguna á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is og í þjónustuveri að Dalbraut 4. Ábendingar varðandi skipulagslýsingu eiga að vera skriflegar og berast fyrir 31. október 2023 í gegnum Skipulagsgátt https://skipulagsgatt.is/issues/608 , þjónustuver Akraneskaupstaðar Dalbraut 4 eða á netfangið skipulag@akranes.is

Skipulagsfulltrúi Akraneskaupstaðar

Skipulagslýsing


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00