Fara í efni  

Skemmdarverk við Langasand

Í veðurblíðunni um liðna helgi lagði fjöldi fólks leið sína á Langasand til að njóta þar sólar og útiveru og var þar mikið líf og fjör um alla helgina. Það vakti athygli fólksins sem sótti á Langasand að snyrtingarnar sem eru við sandinn voru lokaðar og fengu starfsmenn Akraneskaupstaðar m.a. ábendingar um þetta, enda bagalegt að hafa ekki aðgang að þessari nauðsynlegu þjónustu við sandinn. Auk þess var Íþróttamiðstöðin lokuð bæði sunnudag og mánudag svo ekki gat fólk leitað þangað.


Skýringin á þessari óvæntu lokun er sú að sl. föstudagskvöld voru unnin umtalsverð skemmdarverk á umræddum salernum ? allt var lagt í rúst og tilraun gerð til íkveikju. Það varð því að loka snyrtingunum þar sem ekki var hægt að fá neinn til viðgerða og raunar var aðkoman slík að ekki var hægt að bregðast við þrátt fyrir góðan vilja.


Vissulega kom þetta sér illa ? eins og áður hefur komið fram ? og ber að biðja allt það góða fólk sem lenti í erfiðleikum vegna þessa afsökunar á hugsanlegum óþægindum.


Hins vegar er þess óskað að allir þeir sem hugsanlega urðu varir við þá sem frömdu umrætt skemmdarverk tilkynni um það til Akraneskaupstaðar og lögreglu. Því miður er þetta ekki í fyrsta skiptið sem vanstilltir einstaklingar valda skemmdum á umræddum snyrtingum; það er raunar of algengt og er það miður. Ekki eru margir mánuðir síðan að postulínssalerni var stolið af snyrtingunum við Garðalund svo það er greinilegt að fólk er tilbúið til að leggja ýmislegt á sig, jafnt skemmdarvargar sem þjófar; þetta mun heita ?einbeittur brotavilji? á opinberu máli.


Það ætti því að vera sameiginlegt verkefni allra Skagamanna að fylgjast með svona löguðu og láta vita ef einhver verður vitni að skemmdarverkum á eigum Akraneskaupstaðar - og um leið bæjarbúa.


 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00