Fara í efni  

Skelltu þér í Esjugöngu!Skráning í gönguna fer fram í íþróttamiðstöðinni.
Á laugardaginn verður farin gönguferð á Esjuna undir stjórn Björgunarfélags Akraness. Gangan er hluti af skipulögðum gönguferðum sem farnar hafa verið í sumar undir yfirskriftinni Göngum til heilbrigðis.


Forskráning í rútu er í Íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum en henni lýkur á morgun. Þeir sem forskrá sig ganga fyrir ef rútan er fullsetin og því er um að gera fyrir áhugasama að skrá sig strax í dag.

Rútan leggur af stað frá Íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum kl. 9:00 á laugardagsmorgun. Verð 500 kr.


 


Fólki er að sjálfsögðu frjálst að mæta á svæðið á eigin farartækjum en lagt verður af stað upp á Esjuna frá Mógilsá kl. 10:00.


 


Lágmarksþátttaka er 20 manns og gangan er með fyrirvara um gott gönguveður.


 


Hreyfing eflir heilsuna! Allir með!


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00