Fara í efni  

Skagamenn sigruðu í Eistlandi

 
Ellert Jón sést hér skora mark sitt í fyrri leik ÍA og TVMK Tallin á Akranesi. Mynd: Eiríkur Kristófersson.

 

Seinni knattspyrnuleikur ÍA gegn TVMK Tallinn fór fram í gær og skemmst er frá því að segja að Skagamenn sigruðu með tveimur mörkum gegn einu. 

Á heimasíðunni kemur fram að Ellert Jón Björnsson hafi farið á kostum í leiknum enda skoraði hann bæði mörk liðsins. Skagamenn unnu einnig í fyrri leik liðanna 4-2 og unnu því samanlagt 6:3.

 

ÍA mætir Pétri Marteinssyni og félögum í Hammarby frá Svíþjóð í annarri umferð Evrópukeppni félagsliða og fer fyrri leikurinn fram hér heima þann 12. ágúst næstkomandi.

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00