Fara í efni  

Skagamenn orðnir sexþúsund!

 

Gísli bæjarstjóri, ánægðir foreldrar og Skagamaður nr. 6.000

Aðfaranótt þriðjudagsins 6. febrúar sl. kom sexþúsundasti Akurnesingurinn í heiminn en þá fæddist hárprúð og falleg lítil stúlka á Sjúkrahúsinu á Akranesi. Þessi tímamóta-Skagamaður vóg 15 merkur og var 52 cm við fæðingu ? sem sagt hin myndarlegasta stúlka. Móður og barni ? og föður ? heilsast vel og eru þeim færðar innilegustu hamingjuóskir frá starfsfólki Akraneskaupstaðar.

 

Þegar Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri heimsótti þessa hamingjusömu fjölskyldu á sjúkrahúsið í gær var stúlkan knáa hin rólegasta og fór vel á með henni og bæjarstjóranum. Foreldrar stúlkunnar eru þau Eva Lind Matthíasdóttir og Gunnar Þór Gunnarsson.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00